Það hafa ótrúlega margir spurt mig út í hilluna sem ég keypti fyrr í vetur, en ég var lengi búin að leita að hillum í stofuna sem hvorki kostuðu hálfan handlegg né voru alltaf uppseldar (hæ, Söstrene!).

Það var hægara sagt en gert og ég var nýbúin að gefast upp á leitinni og fara í góða hirðirinn og kaupa spýtur til þess að gera upp og setja leðurhöldur á, þegar leið mín lá í Rúmfatalagerinn í Skeifunni. Þar blöstu við mér þessar æðislega fallegu hillur sem voru alveg í stílnum sem ég hafði í huga! Þær voru hvítar og haldið uppi með leðurhöldum, en bæði var hægt að fá með svörtu og brúnu leðri. Mér fannst þær vægast sagt æðislegar og það skemmdi ekki hversu ódýrar þær voru, eða einungis um 2.500 krónur stykkið! Ég keypti tvær til að hafa þær saman.

Mér finnst þær alveg fullkomnar, en í þeim skiptist ég á að hafa allskonar muni sem mér finnst fallegir. Í augnablikinu eru það gullfallegt „Love“ merki sem besta vinkona mín keypti handa mér í London, Völuspá kerti sem ég fékk frá Kertasníki í skóinn (kærastinn að standa sig að koma óskum til jólasveinanna), lítill Kähler Hammershøi vasi og gullfalleg mynd með texta sem ég fékk fyrir mörgum árum frá litlu systur minni í jólagjöf.

Vasinn fæst HÉR – Völuspá kerfið fæst HÉR 

Þessar hillur eru ein besta fjárfesting mín inn á heimilið upp á síðkastið og ég vona að þær fáist enn í Rúmfatalagernum. Ég mæli með að þið hringið til þess að athuga það, en þegar ég fór á heimasíðuna þeirra voru þær því miður ekki þar.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is