Færslan er unnin í samstarfi við Twins.is 

Það eru nokkrir hlutir sem ég elska í lífinu. Til að nefna nokkra þá eru það kærastinn minn, hundurinn minn, förðun, líkamsrækt… og mörgæsir. Ég veit ekki hvað þetta er en af einhverri ástæðu hef ég síðan ég var yngri hef ég alltaf verið ótrúlega hrifin af mörgæsum. Þær labba krúttlega, eru meinlausar og líta út eins og þær séu í smóking. Hvað er ekki hægt að elska við þær?

En þegar ég sá nýjasta verkið hjá Twins.is, Mörgæsina VON, þá vissi ég að ég yrði að eignast hana.

Myndin er með fallegri grafíkverkum sem ég hef séð og er eftir þær Karen Geirs og Sigrúnu Björg. Hún prýðir nú myndahilluna fyrir ofan sófann okkar heima í stofu, en mér finnst það vera fullkominn staður fyrir hana þar sem hún nær að njóta sín. Við hliðina á henni eru lítil planta og handmáluð hestamynd eftir þýska svilkonu mína sem hún gaf mér.

Mörgæsin VON kostar aðeins 6.900 krónur hjá Twins.is og er fullkomið stofustáss. Ég er að minnsta kosti búin að hafa hana uppi í nokkrar vikur og get ekki hætt að dást að henni. Þið getið smellt HÉR til þess að kaupa myndina. Þið getið svo fylgst með Twins.is á Instagram HÉR. 

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is