Færslan er ekki kostuð

Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað til að fylla upp í veggina heima hjá okkur þar sem lofthæðin er svo mikil að þeir virðast mjög tómlegir ef það er ekkert á þeim.

Um daginn, eins og svo oft áður var ég að skoða falleg heimili á Pinterest og sá svo flott málverk á dökkum svefnherbergisvegg, en við erum með svartan vegg bakvið okkar rúm.

Við ákváðum að prófa að gera eins og fórum því í Byko og keyptum stæðsta striga sem við fundum og fórum svo í Slippfélagið og keyptum málningu, límband og rúllur.

Það sem við notuðum í þetta var strigi, svört málning, gyllt málning, límband og tvær málningarúllur.
Heildar kostnaðurinn var rúmlega 10.000 kr. þar sem striginn og gyllta málningin voru dýrustu hlutirnir.

Hér eru myndir af ferlinu.

14543339_10210657739822461_598724870_n

Við byrjuðum á því að mála allan strigann gylltann, tvær umferðir.
Þegar það var orðið þurrt teipuðum við formin á strigann.

14610662_10210657740942489_655301638_n

Máluðum svo svart yfir allt, líka tvær umferðir.
Þegar það var búið að þorna rifum við límbandið af og hengdum upp á vegg.

14593730_10210657716741884_1805471072_n

Ótrúlega einfalt og mér finnst þetta koma mjög vel út á svarta veggnum okkar.

Svo er líka alltaf gaman að eiga eitthvað sem maður gerir alveg sjálfur.

vera

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Deila
Fyrri greinNEW IN: YSL
Næsta greinINSTAGRAM UNDANFARIÐ