Færslan er ekki kostuð og allar vörur keypti ég sjálf. 

Mig hafði lengi langað að gera kaffihornið í eldhúsinu fallegt og byrjaði að sanka að mér hugmyndum þegar ég flutti. Ég vildi hafa eitthvað stílhreint, fágað og skemmtilegt bæði þegar það kæmi að kaffivélinni sjálfri og umhverfi.

Áður var ég með kaffivél sem olli sjónmengun ef ég á að segja eins og er og ég lagði ekki mikið upp úr skrauti eða þess háttar á þessu svæði. Þegar hún bilaði ákvað ég að slá til og gera hornið mitt góða örlítið upp, bæði með nýjum hlutum og öðrum sem ég átti fyrir.

unnamed-20

Ég verslaði mér meðal annars nýja kaffivél í stað minnar gömlu í ELKO en ég ákvað að fara út í kremlitaða Nespresso vél, mér finnst þær svo ótrúlega fallegar. Ásamt því féll ég fyrir bollum í Esja Dekor sem ég gæti ekki verið ánægðari með!

unnamed-22

Ég verð að viðurkenna að það að fá sér kaffi á morgnana varð miklu skemmtilegra við þessa breytingu. Hér fyrir neðan er listi af því hvar vörurnar fást.

Kaffivél – Nespresso úr ELKO

Krukka – Iittala úr Líf&List

Cappucino bollar – Present Time úr Esja Dekor

Espresso bollar – Present Time úr Esja Dekor

Skál – Iittala úr Epal

Vasi – Kähler úr Líf&List

Túlípanar – Úr Líf&List

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Deila
Fyrri greinMAC VELVETEASE
Næsta greinTopp 6 maskarnir