Ég fagnaði 31 árs afmælinu mínu í gær með mínum nánusti vinum.

Ég fagna alltaf afmælinu mínu og ættu allir að fagna afmælinu sínu finnst mér. Það er virkilega gaman að getað fagnað slíkum áfanga og er það alls ekki sjálfgefin hlutur. Lífið er of stutt til þess að fagna ekki, þá tala ég samt ekki um að það eigi alltaf að vera með veislu eða party heldur gera einhvað fyrir sjálfan þig, kaupa köku fyrir sig, skella sér í dekur, bjóða í kaffi eða fara út að borða. Dagur sem þú átt!

Ég elska þema og hef ég yfirleitt fagnað afmælinu mínu með þema party, í þetta skiptið var það Gatsby þema. 

Ég og vinkonur mínar skelltum okkur í Gatsby búðina sem er staðsett í Hafnarfirði. Ótrúlega sæt og flott búð með fallegum gatsby kjólum og aukahlutum. Ég gat ekki annað en farið „all in“ og keypti mér kjól, hálsmen og höfuðskart.

Ég fór í Partýbúðina niðrí Skeifu og keypti svartar blöðrur, veggborða og loftskraut, diska og glös. Ég keypti í fyrra fyrir þrítugs afmælið mitt helíum kúta sem ég notaði í blöðrurnar.

Gunnhildur Birna sá um að farða mig og María gerði neglurnar mínar. 

Á boðstólnum var bolla, freyðivín og skot, nammi, snakk og svo bjó vinkona mín til einhyrninga köku fyrir mig. Einfalt og þæginlegt sem fólk gat teygt sér í.

Ótrúlega gaman að sjá alla mæta í sínu fínasta, herrarnir í jakkafötum og við skvísurnar eins og við hefðum ferðast aftur í tíman. 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinNýtt ár Nýtt hár