NOTTING HILL

Ég held að við getum öll verið sammála að þetta sumar hefur ekki verið upp á sitt besta. Það var því kærkomið að skreppa til London í nokkra daga í endi júni. London var jafn æðisleg og mig minnti, við vorum þar í fimm daga en sáum samt ekki helminginn af því sem er þar að sjá. Við bókuðum hótel í gegnum hotwire, og fengum voða krúttlegt herbergi á hóteli í Notting Hill. Ég held að við höfum eitt nánast tveimur dögum bara í þvi hverfi, löbbuðum um, fórum á Portobello markaðinn sem var bara í tíu mínútna labbi frá hótelinu okkar. Hyde Park var einnig bara í nokkra mínútna labbi frá hótelinu, þar er mögulega eini staðurinn í London sem ég þori að hjóla útaf þessari blessuðu öfugu umferð. Veðrið var upp á sitt besta allan tímann sem við vorum í London og nutum við þess bara að labba um, skoða markaði og borða góðan mat.

Við borðuðum morgunmat/hádegismat nánast alltaf á Tab X Tab sem er æðislegur staður í Notting hill, en fórum eða ég fór tvisvar sinnum á Farmacy – sem er plant based veitingastaður, ég vissi það ekki fyrirfram – Bjarka til mikillar ánægju, eða þannig. En þegar ég segi tvisvar sinnum, þá fékk Bjarki sér kaffi í bæði skiptin og svo röltum við á annan stað til að hann gæti fengið sér eitthvað kjöt. Við fórum einnig á tvo steikar staði, einn sem heitir Knife og annar sem heitir Flat Iron, þar er bara ein steik á matseðlinum – Flat Iron steikinn og meðlæti, þetta var án efa með betri steiku sem ég hef smakkað! Svo kíktum við auðvitað á SushiSamba.

CAMDEN MARKET

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.