Ég fór með systur minni í stutta vorferð til Gdansk í byrjun maí. Ég heillaðist mikið af borginni sem býður upp á mikla menningu og sögu. Langar að segja ykkur aðeins frá okkar athöfnum í ferðinni.

Old town

Gamli bærinn er einstaklega fallegur, mikið að mjög fallegum byggingum og gerði ég ekki annað en að stara út í loftið eins og ektra túristi. Gamli bærinn stendur við bryggju og er virkilega huggulegt að ganga um bæinn, borða góðan mat og njóta. Veðrið var einstaklega gott, mikið líf og umgangur um bæinn.

Sopot

Við vorum mjög heillaðar af Sopot sem er huggulegur bær sem er staðsettur ekki svo langt frá Gdansk. Það tók okkur um það bil 20 mínútur með lest að komast þangað. Við gengum um miðbæinn, ströndina og bryggjuna. Stöndin var æðisleg, ekki of heitt þegar við vorum þar en reikna með að ströndin sé mikið sótt yfir sumartímann.

Mynd: Pixabay.com
Mynd: Pixabay.com

Museum of the Second World War

Við vorum einnig menningalegar í ferðinni og heimsóttum safn um síðari heimstyrjöldina, sem var magnað. Ótrúlega mikill fróðleikur og lærdómur að hafa farið á safnið, mæli með því að heimsækja safnið ef áhugi er fyrir þessum merku atburðum sem áttu sér stað í síðari heimstyrjöldinni. Hér er hægt að skoða heimasíðu safnsins, þar eru hagnýtar upplýsingar að finna.

Verð auðvitað að bæta við hversu falleg byggingin er sem heldur utan um safnið, ég var hreinlega dolfallin yfir Arkitektúrnum. Óreglulegt lag byggingarinnar er virkilega aðlaðandi sem má sjá á myndunum hér fyrir neðan.

World War II safnið í Gdansk // Mynd: Museum1939.pl
World War II safnið í Gdansk // Mynd: Instagram @asabergmanndesign

 

Designer Outlet

Við kíktum í Designer Outlet sem er staðsett í Gdansk, við tókum Leigubíl þangað og tók það um það bil 20 mínútur í léttri umferð frá gamla bænum.

Hin ýmsu merki eru að finna í Outletinu; Guess, Nike, Calvin Klein, Timberland, Lacoste, Levi’s og mörg fleiri merki. Um að gera að nýta sér tilboðin sem þar eru. Hér að neðan má sjá skipurlagið og er Outletið þægilega stórt, tók okkur rúmlega 2 tíma að þræða í gegn og vorum við í léttum innkaupum.

Skipurlagið – Mynd: designeroutletgdansk.pl

Mæli með að kíkja til Gdansk; falleg borg með mikla menningu. Einnig er mjög ódýrt er að versla þar. Wizz air býður upp á flugferðir frá Íslandi til Gdansk.

Finnið mig á Instagram @asagudrun & @asabergmanndesign.

 

 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com