Vá þvílik upplifun!

Ég var ótrúlegt en satt þrítug í janúar og fékk ég risa pakka frá kærastanum; ekki bara eina heldur tvo tónleika.

Fyrsta ferðin var til Amsterdam á SAM SMITH tónleika.

Þið sem ekki hafið farið til Amsterdam þá mæli ég mikið með. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum en stoppað stutt. Í þetta skiptið vorum við föstudag til mánudags og nutum við Amsterdams í botn.

Aðal atriðið í þessari ferð var Sam Smith og vá hvað maðurinn og hljómsveitin hans eru ólýsanlega flott. Tónleikarnir voru haldnir í Ziggo Dome og var alveg fulltbókað. Við vorum á besta stað en það heitir svæði C og vorum við næstum því hliðiná Sam Smith.
Hann er „one of a kind“ og einstakelga nánir og fallegir tónleikar. Maðurinn syngur eins og engill. Tónleikaferðir eru eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og er ég enn i dag með kitl i maganum yfir þessum tónleikum.

HOTEL

Við bókuðum gistingu á hoteli sem heitir The Student Hotel Amsterdam City.
Virkilega skemmtilegt og töff hótel sem er hannað eins og háskóla camp.

Herberginn eru öll eins og á heimavist, mjög þæginleg rúm og notalegt umhverfi.
Morgunmaturinn er góður og þokkalegt úrval.
Hægt er að leiga hjól hjá þeim.

Ef þú ert ekki í stuði fyrir að fara mikið einhvern daginn þá er bar og veitingarstaður á hótelinu sem er með mjög góðan mat og kokteila. Þú getur líka slakað á í sófunum eða spilað ping pong.

UPPLIFUN

Það er algert möst að leiga hjól í Amsterdam en við hjóluðum mikið og þá sér maður mikið meira á styttri tíma. Lestakerfið er líka ótrúlega auðvelt að nota og ódýr kostur.

Við skelltum okkur í nokkur must see söfn. Madame Tussauds vaxsafnið þar sem við tókum selfie með Justin Bieber, Lady Gaga og fleirrum. Ripley’s believe it or not safnið var mjög áhugavert og eyddum við góðum tíma á því safni. Bæði söfninn eru á sama stað – Dam Square.
Rauða hverfið er götu fyrir neðan og margar verslanir eru á Dam Square.

Við fórum líka á Red Light Secrets safnið þar sem við sáum hvernig Rauða hverfið í Amsterdam virkar og hlustuðum á konu sem var eða er að vinna þar. Reynslusögur, leyndamál og fleira. Mjög áhugavert.

Það sem stóð líka upp úr er Tulípana garðurinn Keukenhof en sá garður er opin frá mars og út mai þegar túlipanarnir eru í fullum blóma.
Þessi garður er þvílikt stór og fallegur, allskonar litir og gerðir af túlipönum.

MATUR OG STAÐIR

Mér finnst gaman að setjast á stað sem bjóða manni sæti úti í góðu veðri og horfa á fólk og njóta. Ég get ekki mikið mælt með veitingastöðum þar sem við vorum að hoppa hingað og þangað á staði.

Fórum á ítalskan stað sem heitir La Luna. Fengum mjög góðan mat þar og skáluðum í rauðvín. Þar nálægt er torg sem heitir Marie Heinekenplein og eru margir barir og veitingastaðir þar.


Ég hef tvisvar reynt að komast á stað sem heitir The Avocado Show en alltaf mikil bið. Allt þarna inni inniheldur avokado, hversu girnilegt er þaðÐ
Þannig ef þú ert á ferðinni prófaðu þann stað.

Það sem ég mæli einnig með ef þú elskar karókí eins og ég þá er staður sem heitir Ginger burger, steak and karaoki bar. Vinahópurinn getur leigt herbergi fyrir sig og sungið fram á nótt.

Amsterdam er lifandi borg og mikið hægt að skoða. Litlar götur þar sem fallegar hönnunarvörur eru seldar. Skemmtileg og öðruvisi hótel. Fólkið er mjög afslappað og er yndislegt að setjast niður og fá sér kokteil og njóta.
Einstaklega skemmtileg helgi.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa