Ég má til með að segja ykkur frá vefsíðu, Bello.is, sem að mínu mati er virkilega sniðug fyrir þá sem eru einhverskonar í vandræðum með gjafakaup.

Einfalt og þægilegt

Bello.is er var upphaflega hugsað sem hugmynda banki þar sem fólk getur farið inn og flett upp á gjafahugmyndum en það er auðvitað ógrynni af flottum fyrirtækjum þarna úti með góðar vörur og oft erfitt að velja. Það er svo hægt að stilla leitarskilyrðin eftir tilefni, aldri, kyni og fleiru. Fólk getur líka verið mjög uppekið og lítill tími stundum til að fara út í búð og reyna að leita eftir réttu gjöfinni fyrir tilefnið og þar kemur bello.is sterkt inn. Bæði er þar fullt af öðruvísi og skemmtilegum hugmyndum og eins er hægt að klára kaupin heima í stofu því að síðan leiðir fólk alveg að kaupunum á vefverslunum fyrirtækjanna sem selja vörurnar. 

Síðan er ótrúlega stílhrein og flott ásamt því að vera mjög aðgengileg fyrir alla, en Bello.is eru í góðu sambandi við fyrirtæki og uppfæra reglulega bæði síðu og Instagram. 

Samkvæmt eigendum bello.is er draumurinn að síðan verði einskonar „miðja“ eða byrjunarpunktur þegar fólk fer í gjafaleiðangur, eða þegar fólki langar til að kaupa eitthvað fallegt fyrir sjálft sig og vantar hugmyndir! 

Ég mæli með að fylgja bello.is á Instagram en hægt er að finna þau þar undir @bello.is – Netfangið þeirra er svo bello@bello.is ef þið viljið hafa samband! 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is