Ég varð 30 ára í janúar og hélt auðvitað klikkaða veislu til þess að fagna þessum áfanga. Fékk virkilega fallegar gjafir frá vinum og fjölskyldu og langaði mig að tala um eina af þeim en það er púði eftir hönnuðinn Kristjönu S. Williams.

Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún lærði grafíska hönnunn og hefur hún blómstrað í þeim bransa. Hún er nú með síðu þar sem hægt er að kaupa list eftir hana; plagöt, púða, húsgögn og fleira.
Hönnuninn hennar er litrík og tengir hún nátturu og líf saman við liti og form. Hún fær sínar hugmyndir frá landinu okkar fagra Íslandi.

Ég fékk þennan fallega púða frá fjölskyldunni og hann gerir svo mikið fyrir stofuna. Hann hefur tvær hliðar sem eru ekki eins.

Hægt er að panta á siðunni hennar og fá send heim til Íslands og allstaðar annarstaðar um heimin.

Hönnuninn hennar Kristjönu gefur gleði og liti inn á heimili. Falleg gjöf sem hægt er að gefa í afmælis, fermingar, brúðargjöf eða bara gjöf fyrir sjálfan sig.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa