MIG LANGAR Í…

Nú verða einhverjir ánægðir með mig en síðastliðin ár hef ég ekki haft hugmynd um hvað mig langar í afmælisgjöf. Í þetta skiptið varð ég fyrri til og tók saman nokkra hluti sem ég hef haft auga á. Ég er voða spes þegar kemur af afmælisgjöfum en ég vill yfirleitt að þær hagnist mér bara, þess vegna vill ég helst ekki fá neitt sem er fyrir heimilið eða þess háttar – fáranlegt, ég veit. En ég er aðeins farin að koma til, ætli það sé ekki aldurinn! Aldur fyrir mér hefur aldrei skipt mig neinu máli, en ég er allt í einu farin að finna fyrir smá stressi yfir því að vera nálgast þrítugt. Afhverju? Ekki hugmynd! En það er eitthvað við þessa tölu.

1. ANELLA FRÁ GARDENIA COPENHAGEN – KAUPFÉLAGIÐ

Mér finnst skórnir frá Gardenia Copenhagen ótrúlega fallegir en ég á eitt par fyrir frá þeim.
ANELLA skórnir í öllu svörtu mættu alveg rata í pakka til mín! (ég er í stærð 40 ;) )

2. NIKE TECH FLEECE PEYSU OG BUXUR – AIR Í SMÁRALIND OG KRINGLUNNI

Ég er búin að vera á leiðinni að kaupa mér Tech Fleece buxur og peysu í ágætis tíma, ég er bara ekki ennþá búin að því. Ég er þó hrifnari af herra týpunni og mundi því kaupa mér herra Tech Fleece jogger buxurnar og peysuna í stíl.

3. BOSE NOISE CANCELATION HEYRNATÓL – ELKO & ORIGO

Í fyrsta lagi, þegar þú eignast heyrnatól án snúru þá er ekki hægt að fara tilbaka! Ég á ein þráðlaus heyrnatól frá Jabra en þau urðu fyrir smá hnjaski og þegar ég hleyp með þau þá hristist eitthvað inn í þeim, ákveðin galli sjáiði til og heyrnatólin sjálf (það sem þú setur á eyrun?) það liggur á eyranu á mér þannig að eftir smá tíma þá verður mér ill í eyrunum – stór mínus. BOSE heyrnatólin eru reyndar á öðru leveli með þessu noise cancellation sem gott er að eiga þegar maður á þrjú börn, en þau ná líka yfir eyrað, aka. þau munu ekki meiða eyrun á mér.

4. J LETTER CUP FRÁ ARNE JACOBSEN – EPAL & HRÍM

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska allt svart og núna þar sem þessi bolli er komin í svörtu verð ég að eignast einn slíkan.

5. VOLUSPA KERTI – MAIA

Uppáhalds lyktin mín er Crisp Champange, en það eru til bæði kerti og ilmstangir. Umbúðirnar skemma heldur ekkert fyrir og lyktin er guðdómleg!

6. EMMA TOPPUR FRÁ OW INTIMATES – GALLERÍ SAUTJÁN & ANDREA

OW INTIMATES eru ótrúlega falleg og þæginleg nærföt. Mig langar ekkert bara í þennan topp heldur gæti ég hugsað mér flest öll nærfatasettin og sundfötin. Ég á eina samfellu frá þeim, ótrúlega plain en á sama tíma falleg og fáranlega þæginleg!

7. CHILLY´S FLASKA Í SILFUR – ORG Í KRINGLUNNI

Mér finnst þetta svo sniðugar flöskur, ég gaf mömmu svona í jólagjöf en það er líka hægt að kaupa gúmmi þannig að það sé hægt að festa flöskuna við t.d bakpoka. Flaskan heldur köldu eða heitu í allt að 12 klukkutíma! Svo eru allskonar litir í boði, bæði plain litir og svo allskonar mynstur.

8. TOM DIXON ETCH DOTS KERTASTJAKI – LUMEX

Kertastjakarnir frá TOM DIXON gefa frá sér svo fallega birtu. Ekki eru loftljósin frá honum eða aðrir smá hlutir sem ég hef rekist á frá merkinu af verri endanum.

9. iMAC – MACLAND & ELKO

Þetta er óskalisti svo það er í lagi að hafa mjög dýra hluti á honum, þið ættuð að vita af hinum sem ég set ekki á listann! Ég á MacBook Air tölvu en ég verð að segja að ég sakna þess að hafa borð tölvu og hvað þá stóran skjá. Fann það sérstaklega í vinnunni í sumar hvað það var þæginlegt að hafa svona stóran skjá.

Það fer bara alveg að líða að þessu, 3.apríl er dagurinn! Fyrir mér eru afmælis dagurinn minn mjög heilagur en í fyrra eyddi ég öllum deginum upp í skóla að læra fyrir lokapróf daginn eftir. En ekki þetta árið, ég verð meira að segja ennþá í páskafríi!


Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.