Síðasti mánuður ársins er genginn í garð! Trúiði þessu? Nei ekki ég heldur! Þetta ár hefur verið svo fljótt að líða að ég er bara í hálfgerðu sjokki. En nóg um það því ég er búin að gera jólaplaylista!

Desember playlistinn

Þar sem að desember er mánuður jólanna þá skellti ég í playlista sem inniheldur BARA jólalög! Ég hef aldrei verið eins spennt fyrir jólunum áður og það er allt þessum blessuðu jólalögum að þakka. Það leiðinlegasta við þetta samt er að uppáhalds Baggalútsjólalögin mín eru ekki á Spotify, sem er absúrd! Ég kemst alltaf í jólagírinn þegar ég heyri Baggalútslög.

Klassísk jólalög

Ég er ekki týpan til að hlusta á heilu jólaplöturnar á jólin heldur vil ég frekar hlusta á blöndu af öllum vinsælustu jólalögunum eins og „Eitt lítið jólalag“ með Birgittu Haukdal og „Mistletoe“ með Justin Bieber. Já ég sagði það, Mistletoe er með þeim betri jólalögum síðari ára!
En ef þið fílið bland í poka af jólalögum (ekkert ósvipað og Léttbylgjan er að vinna með) þá myndi ég kíkja á desember playlistann minn.

Uppfært: Baggalútur setti uppáhalds jólaplöturnar mínar inn á spotify svo ég er búin að bæta þeim við á playlistann.

Takk fyrir að lesa x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.