Þegar kemur að jólum og jólaskreytingum þá finnst mér alltaf gaman að taka upp jólaskraut sem að dætur mínar hafa búið til. Sumir eru svo heppnir að eiga jólaskraut sem maður bjó sjálfur til sem barn en því miður hefur það tapast hjá mér. En þá er svo yndislegt að eiga tvær dætur sem eru svo duglegar að föndra í leikskólanum og skólanum. Eldri dóttir mín kom með úr skólanum í vikunni skraut á jólatréð sem hún hafði föndrað.

Það voru tveir piparkökukallar og mér finnst þeir æði! Ofsalega flottir og skemmtilegir og lífga svo upp á tréð.

Mér finnst þeir tveir taka sig vel út á trénu. Annars er annað skraut jólakúlur frá Ikea og skraut sem hefur fylgt á jólapökkum og fleira. Svo skreyta stelpurnar mínar tréð með smá hjálp frá okkur foreldrunum.

Svo er eitt jólaskraut sem yngri dóttir mín hefur komið með frá leikskólanum síðustu ár. En það er krukka sem hún hefur málað á og svo setur maður kerti í. Mér finnst það alltaf jafnskemmtilegt að fá það. Og er komin með ágætt safn.

Ég leyfi þessum að njóta sín á borðstofuborðinu, kemur svo fallegt birta frá þeim.

Svo fylgdi heim með yngri skottunni í dag þetta fallega jólatré og hárprúði engill. Mér finnst alveg frábært hvað þau eru dugleg að föndra á leikskólanum og alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt sem fylgir þeim heim á hverju ári.

Ég mæli með að vera dugleg að geyma jólaskraut sem börnin hafa föndrað. Það er svo gaman að taka þetta upp og leyfa að njóta sín. Stelpurnar mínar eru líka svo ánægðar að föndrið þeirra fær að njóta sín.

Annars langar mig að óska ykkur kæru lesendum gleðilegrar hátíðar og gleði og kærleika á komandi ári. Þakka samfygldina á árinu sem fer að líða og hlakka til að byrja nýtt ár með ykkur. Þið eruð frábær!

Endilega fylgið mér á instagram: @beggaveigars

***

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.