Santa! Oh my god! Santa’s coming! I know him! I know him!“

Tíminn líður svo hratt þessa dagana að ég trúi því hreinlega ekki að aðfangadagur sé á sunnudaginn! Hér er allt orðið fínt en það var smá fjölskylduhittingur um helgina og nýttum við tækifærið og tókum almennilega til og skreyttum aðeins meira. Jólatréð mætti með flutningarbíl að vestan og er það komið upp og serían komin á, en það verður þó ekki skreytt fyrr en á Þorláksmessu. Annars ætlum við bara að taka því rólega næstu daga og horfa á jóalmyndir. Krakkarnir eru alveg að detta í jólafrí svo hér verða allir á náttöftunum fram til hádegis, bakandi smákökur og hlustandi á jólatónlist.

1. Elf 2. National Lampoon´s Christmas Vacation 3. Home Alone 1 og 2 4. The Grinch
5. Love Actually 6. Christmas with the Kranks 7. The Polar Express 8. Trölla Prinsinn Bö
9. The Holiday.

 Hér eru nokkrar af þeim jólamyndum sem við fjölskyldan horfum á, en Tröllaprinsinn Bö hefur verið ein af uppáhalds jólamyndunum mínum alveg frá því að ég man eftir mér.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.