Þar sem ég er ekki mikill ,,bjútí bloggari“ þá datt mér í hug að koma með annarskonar færslu; eitthvað sem flestir gætu nýtt sér. Ég hef oft verið að leita mér að einhverjum skemmtilegum þáttum til að horfa á þegar færi gefst en enda oft á því að vera heillengi að finna mér eitthvað nýtt til að horfa á. Þess vegna datt mér í hug að deila með ykkur þeim seríum sem ég mundi mæla með.

AMERICAN VANDAL

WHO DREW THE DICKS?

American Vandal fjallar um rannsóknina á skemmdarverkum þar sem spreyjaðar voru óviðeigandi myndir á 27 bíla kennara í Hanover High School. Allir halda að Dylan Maxwell hafi framið skemmdarverkin og er honum vísað úr skólanum. Peter Maldonad ákveður að gera heimildarmynd úr rannsókn sinni á málinu, því hann trúir að það séu sannanir fyrir því að Dylan hafi ekki framið skemmdarverkið og að um umdeilda og hugsanlega óréttláta brottvísun nemenda sé að ræða.

Serían er sett upp eins og eins konar heimildarmynd og nær hún að halda manni fram á síðasta þátt í að velta því fyrir sér hver hafi framið skemmdarverkin.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.