Okkur stelpunum af Pigment var á dögunum boðið í dýrindis hádegisverð á Hressingarskálanum. Við vorum fjórar sem fórum, en það voru ég, María, Guðbjörg og Alexandra.

Engin af okkur hafði komið á staðinn eftir breytingar, en Hressó er farið að bjóða upp á ekta ítalskar, eldbakaðar súrdeigspizzur sem ullu sko ekki vonbrigðum!

Við fengum okkur allar sitthvora pizzuna til að prófa sem mest og vorum ótrúlega ánægðar með valið. Pizzurnar voru með stökkum, þunnum botni sem er bakaður frá grunni úr súrdeigi og mjög gómsætu og fersku áleggi. Ég er mjög dómhörð á pizzur og get sagt að þessar stóðust allar mínar kröfur. Einnig var þjónustan frábær og starfsfólkið einstaklega vingjarnlegt og skemmtilegt.

Við stelpurnar mælum hiklaust með pizza-deiti á Hressó!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is