Ég fór í smá frí með fjölskyldunni til Kanaríeyja og var þar í viku. Ég lagði mikinn metnað í klæðaburð í þessu fríi og er ástæðan einföld. Það er gaman að klæðast einhverju öðru en síðbuxum og peysu alla daga eins og heima á Íslandi! Ég ætla því að deila með ykkur fötum vikunnar.

Dagur 1 Fyrsti dagurinn var alveg óskipulagður svo við vorum bara að slaka á eftir ferðalag gærdagsins.

Hattur: BOOHOO
Sólgleraugu: zolo.is
Bolur: BOOHOO
Bikinítoppur: Lindex
Buxur: BOOHOO

Dagur 2 Við fórum í dagsferð til Las Palmas í þeim tilgangi að VERSLA! Eins og sést á myndinni þá var ég mjög ánægð með það.

Samfestingur: H&M
Taska: FAKE Michael Kors úr kínabúð á Kanarí
Skór: TOMS

Dagur 3Við eyddum deginum í Aqualandi sem var mjög skemmtileg upplifun.

Sólgleraugu: MOA
Kjóll: Kínabúð á Kanarí
Taska: Primark

Dagur 4  Við vorum pínu þreytt eftir Aqualand svo við tókum því bara rólega á sundlaugarbakkanum þennan daginn. Um kvöldið fórum við svo út að borða og ég var í þessu outfitti.

Sólgleraugu: RayBans
Bolur: BOOHOO
Buxur: BOOHOO
Taska: FAKE Michael Kors úr kínabúð á Kanarí

Dagur 5

Fyrri partur dagsins var mjög slakur en um kvöldið fórum við í tívolíið. Tívolíið heitir Holiday World og er frekar lítið en ég mæli samt með því!

Sólgleraugu: RayBans
Kjóll: Gallerí17
Skór: TOMS
Taska: Primark

Dagur 6

Við fórum í smá skoðunarferð um svokallaða Spænska hverfið í Maspalomas.

Sólgleraugu: zolo.is
Bolur: H&M
Buxur: BOOHOO
Skór: TOMS
Taska: FAKE Michael Kors úr kínabúð á Kanarí

Dagur 7

Seinasti dagurinn var vel nýttur í sólbaði á sundlaugarbakkanum, eins og svo oft áður. Marmarabikiníið klikkaði sko ekki! En þið getið lesið nánar um þetta gullfallega bikiní HÉR!

Sólgleraugu: RayBans
Bikiní: Emory.is

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.