London kom skemmtilega á óvart og voru fjórir dagar alls ekki nóg til að skoða allt sem okkur langaði að sjá. En það gefur manni nú bara tilefni til þess að fara aftur og er nóg annað hægt að skoða í næstu ferð. Við vorum á hóteli í Kensington hverfinu, en ég hafði ekki mikið vit á hvar væri best að vera. Ég var heldur ekki tilbúin að eyða alltof miklum pening í hótel gistingu þar sem mest allar tíminn fór í að skoða borgina. Í gegnum Hotwire fengum við gistingu í fjórar nætur á Hilton Olympia á 40 þúsund krónur, sem mér fannst mjög vel sloppið miðað við þau verð sem ég var búin að skoða. Mæli hiklaust með að skoða þá síðu ef þið eruð á leið erlendis.

Maturinn í London er mjög góður og bókuðum við borð á SushiSamba og Sketch, sem ég segi ykkur betur frá seinna. En maturinn á báðum stöðumm var frábær og sama má segja um flesta staði sem við heimsóttum í ferðinni, hvort sem það voru kaffihús eða veitingastaðir. En ég er einmitt komin með fullt af veitingastöðum og kaffihúsum sem ég ætla að kíkja á næst þegar leið min liggur til London.

 

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.