Jæja, nýr mánuður genginn í garð sem þýðir bara nýr spotify playlisti! Ég á mjög erfitt með að trúa að það sé kominn mánuður síðan ég gerði júlí playlistann. Tíminn flýgur frá manni og árið verður búið áður en maður veit af!

En nóg um það því playlisti mánaðarins er sá besti hingað til! Ég ákvað að brjóta upp vanann og blanda saman gömlum klassískum lögum við nýjustu hittara. Playlistinn er líka óvenjulangur hjá mér því ég mun líklega hlusta mikið á tónlist í þessum mánuði. Ég er að fara í flug og svo byrjar skólinn og þá hlusta ég mikið á tónlist.

Ég er nokkuð viss um að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi því þetta er mikið bland í poka. Ég reyndi líka að hafa sem flest hress lög en auðvitað eru róleg lög inn á milli.

Ég vona að þið kíkið á playlistann og njótið!

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.