Grænt hefur verið að koma mikið inn undanfarið. Við erum að leyfa plöntum að vera meira hluti af okkur og skreytum heimilið okkar með fallegum grænum plöntum.

Við erum einnig að breyta lifsstílnum okkar og  hugsum meira um umhverfið, nátturuna og viljum bæta okkur. Hreinna umhverfi og betri heimur.

Plöntur gera ótrúlega mikið. Ég sjálf er að koma mér þangað. Hjá mér eru nokkur gerviblóm og plöntur. Ég og kærastinn ferðumst mikið og mér finnst ég ekki geta keypt mér plöntu nema hún sé auðveld og þarfnist mín ekki á hverjum deigi. Ég keypti mér sætan kaktus um daginn, en þeir eru auðveldir. Þeir þurfa vatn einu sinni í mánuði og stækka hægt. Hann er svo lítill og fær að vera á hillu í stofunni.

Svo er ég með eina glænýja plöntu sem ber nafnið Fittonia. Hana fékk ég í Blómaval og hún þarf vökva á 5 daga fresti. Ótrúlega falleg planta sem er með bleikar æðar á blöðunum. Hún fær að vera í eldhúsinu með gerviplöntu sér við hlið.

Gerviblóm eru mjög vinsæl og er hægt að fá þau í ölllum stærðum og gerðum og eru þau flest öll mjög raunveruleg. IKEA, Rúmfatalagerinn, Blómaval og Garðheimar bjóða upp á fallegt úrval á gerviblómum. Eins og ég þá hef ég lítinn sem engan tíma en vil hafa náttúruna hjá og þessa hlýju sem plöntur gefa heima hjá mér svo gervi hentar sérstaklega vel.

Gott er að skoða aðeins hvaða plöntur og blóm eru í boði og hvaða tilgangi þær þjóna og ef þau eru örugg fyrir börn og dýr. Fáðu upplýsingar hjá starfsmanni hvernig þú átt að annast um plöntuna, hversu oft hún þarf vatn, birtu og annað.

Tilgangur með hverri plöntu

Ég fór á Pinterest og fann þar fallegar hugmyndir og sá að plöntur hafa sinn tilgang, sumar hjálpa með svefn á meðan aðrar hreinsa loftið.

Garðskálar og gróðurhús

Það er líka hægt að fara lengra með þetta og fá sér gróðurhús eða horn í gluggakistunni heima. Ég hef tekið eftir því að næstum annaðhvert hús í mínu hverfi hefur sinn garðskála. Pabbi minn er með krúttlegt gróðurhús út í garði þar sem hann að rækta krydd, salat, blóm, ber og fleira. Ótrúlega gaman að dunda sér í þessu ef fólk hefur tíma. Besta salat sem ég hef fengið er úr garðskálanum hans. Ég hlakka bara til að fá mér jarðaberja mojito með myntu og berjum beint úr garðinum.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa