Ég fór á röltið um daginn i Kringlunni og fór inn í Mebu til þess að skoða skart en þar kom ég auga á virkilega fallegt armband frá KEY MOMENTS.

Þessi fallegu armbönd koma í þremur litum – silfur, gull og kopar. Hvert armband er svo með fallegt orð eða settningu á sér: I AM, BEAUTIFUL, LIVE LIFE LAUGH ásamt öðru.

Ég gat ekki annað en keypt eitt fyrir vinkonu mina sem býr út í Danmörku. Ég keypti kopar litað armband með settningunni “ YOU ARE MY SUNSHINE“.

Falleg orð og setningar geta haft mikil áhrif á mann, ýtt manni áfram, látið mann brosa og liða vel. Þau geta minnt þig á að hugsa um sjálfan þig eða látið þig hugsa um þann sem gaf þér gjöfina hvað henni/honum þykir vænt um þig.

Þessi armbönd eru virkilega sæt og falleg í gjöf og ættu að henta öllum.

Amböndinn frá KEY MOMENTS fást í Mebu Kringlunni og kosta 2900 kr.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Deila
Fyrri greinHOLLUSTUKÖKUR
Næsta greinFESTIVAL NAILS INSPO