Færslan er ekki kostuð

Seinustu helgi fór ég kíkti ég á Hönnun og Handverk í ráðhúsinu, en þar voru íslenskir hönnuðir að sýna og selja vörurnar sínar. Það fyrsta sem fangaði athygli mína voru gullfalleg veggspjöld sem eru hönnuð af Írisi Halldórsdóttur undir merkinu Amikat. 
Veggspjöldin eru vatnslitaverk ætluð í barnaherbergi. Ég gat ekki annað en keypt tvær myndir hjá henni, aðra frekar stóra mynd af gullfallega pöndu og svo aðra minni með litríkum gíraffa.

Gíraffa myndin er úr seríunni Feneyja Karnival, en í seríunni eru sex dýr sem hún valdi í samráði við syni sína. Dýrin eru öll uppáklædd skrautmunum í anda karnival hátíðarinnar.

Ég gæti ekki verið sáttari með verkin, en mér finnst svo gaman að eiga fallega íslenska hönnun.

Amikat veggspjöldin fást í Epal, Sirkusshop og á amikat.is

 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!