Hér eru þeir hlutir sem ég þrái að eignast þessa stundina (sem er auðvitað síbreytilegur listi). Hlutirnir eru misdýrir og sumir alveg fjárfesting en mig langar allavega til að reyna að spara fyrir þeim í nákominni framtíð. Svo á ég líka afmæli eftir rúman mánuð og því að sjálfsögðu kjörinn tími til að varpa fram þessum óskalista opinberlega.

Nr. 1 – Gulllituð Beats Solo 3 wireless
Ég nota mín gömlu Beats á hverjum degi í ræktina og þau eru svo þægileg þar sem ég get ekki verið með heyrnatól inni í eyrunum. Nema hvað að snúran er að gera mig geðveika og barnið búin að naga í sundur annan púðann. Þannig þessi eru nr. 1 á óskalistanum mínum.

Nr. 2 – Tom Ford bók
Ég þrái þessa bók. Mér finnst hún vera hin fullkomna „coffee table bók“ og myndi passa afar vel inn til mín. Hún kostar alveg um 100 dollara og er því ekki til flettunar fyrir litla putta.


Nr. 3 – Marc Jacobs taska
Mig langar svo í eina sumarlega tösku sem er með löngu bandi sem er hægt að setja ská yfir öxlina. Ég þoli ekki að þurfa að halda á töskum eða svona töskur sem detta alltaf af öxlinni. Ég kaupi mér eiginlega alltaf svartar töskur en mér finnst þessi litur svo sumarlegur og passar vel við flesta liti.


Nr. 4 – Ray Ban Aviator sólgleraugu
Ég á nákvæmlega eins nema með brúnu gleri sem ég elska og er alltaf með. Svo mátaði ég um daginn með bláu gleri og þau eru bara svo sjúklega flott!

Nr. 5 – Daniel Wellington úr
Ég er mjög hrifin af þessari týpu þar sem hún er svo létt og fíngerð. Úrið er fullkomið í vinnuna, stílhreint og passar við allt.

Nr. 6 – Irobot ryksuga
Ég bara verð að leyfa henni að fylgja með þessum lista. Þar sem ég er með eins árs barn og tvo hunda á heimilinu þá þrái ég fátt jafn heitt og að eignast einn svona kærasta sem ryksugar aðeins yfir gólfin inn á milli þess sem maður gerir það sjálfur. Enda eru gólfin hjá mér hrein og hárlaus í um það bil korter eftir að það er búið að ryksuga og skúra.

Nr. 7 – Aksel 6 ljósakrónu
Ég var á Pinterest eins og svo oft áður að skoða ljós, bæði inn í stofu og svefnherbergi. Mig langar í gulllitaða ljóskrónu í „mid century-modern“ stíl, helst bara í bæði rýmin. Ég var búin að skoða alveg helling af allskyns fallegum ljósakrónum en sú sem á hug minn allan er Aksel 6 ljóskrónan og mun hún einn dagin verða mín!

Nr. 8 – Rúmteppi frá TAKK
TAKK er íslenskt merki með ótrúlega falleg handklæði, teppi og fleiri vörur. Mig langar rosalega í bleika rúmteppið frá þeim sem heitir CLOUD. Það virkar ótrúlega létt og mjúkt og svo er alltaf gaman að styrkja íslenska hönnun.

Nr. 9 – Gæra
Mig langar mikið í fallega gæru inn á heimilið en hef ekki ennþá týmt að kaupa mér eina slíka.

Nr. 10 – Macrame veggskraut
Þetta verður mögulega mitt næsta DIY verkefni þar sem ég hef ekki ennþá fundið hið fullkomna Macrame skraut. Mér finnst þetta svo ótrúlega fallegt og myndi passa svo vel við dökkbláa svefnherbergið okkar.


Nr. 11 – Stóra plöntu
Ég er plöntu sjúk! Mér finnst þær gera svo ótrúlega mikið fyrir heimilið. Mig langar ótrúlega í stóran pálma, svipaðan og á myndinni.

 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Deila
Fyrri greinKYNNING
Næsta greinGLÚTENFRÍAR HÁRVÖRUR