Ég fór í ótrúlega skemmtilega ferð til Spánar með kærastanum og vinnuni hans í byrjun April.

Vor blómin svo falleg

Við fórum fyrst á Lloret de Mar sem er strandabær sirka klukkutíma frá Barcelona. Þar sem við fórum í byrjun Apríl þá var ekki mikið líf þarna og ekki var hægt að fara í sjóinn þar sem hitin var um 16-19°C og sjórinn ekki búin að ná að hita sig.

„The View Point“ Lloret de Mar

Lloret de Mar er frekar litill bær og okkur leið vel þarna. Við vorum alls 3 daga og sólin skein alla dagana en vindurinn kældi smá níður svo það var smá eins og íslenskt sumar á þessum tíma.

Lífið er ótrúlega skemmtilegt

Það er mjög notalegt þarna og gaman að rölta um. Við fórum einn daginn í verlsunarmiðstöð sem er 40 mínútum frá með leigubíl en hún heitir Espai Girones og var gott og gaman að versla þar.

Njósnar um fólkið heim á Íslandi

Hina dagana var rölt um skoðað bæinn og það er „view point“ þar sem þú sérð út á haf og yfir bæinn. Hinu meigin við stöndina var svo kastali sem er í einkaeign svo ekki er hægt að kikja inn í hann en ótrúlega fallegt að rölta í kringum hann.

Nokkrir í ferðinni fóru daglega út að skokka og er þetta hin fullkomna leið til þess að skoða sig um og sjá fallegt umhverfi alveg við sjóin. Þessi staður er örugglega uppteknari um sumarið en hann er samt lítill og ég held að það sé gaman að koma á þeim tíma og slappa af.

Við fórum nokkur saman og skáluðum í kokteila en það er bar sem heitir Saray Cocktail Bar þar sem seldir eru kokteilar úr blómavösum. Ég mæli með því að deila þeim með tveimur til fjórum manneskjum, annars gæti farið illa ;)

Kokteilar í blómavösum

Eftir 3 daga í Lloret de Mar lá leið okkar til Barcelona þar sem við eyddum næstu fjórum dögum. Við vorum á hóteli sem var beint á „Römblunni.“ Mjög góð staðsetning og stutt í allt en það heitir Hotel Oriental Barcelona. Ég mæli með þessu hóteli en það mætti þó bæta rúmin.

Við skoðuðum okkur vel í Barcelona. Við fórum í „hop-on-hop-off“ rútu og sáum þá frægu kirkjuna Sangrada Familia sem er enn i byggingu og á víst að vera tilbúin árið 2026. Við fórum í Gaudí garðinn sem ég mæli með að kikja á. Ótrúlegt hvað þessi listamaður var fær og hugmyndirnar eins og í ævintýri. Húsin hans minna mig smá á húsið í Hans og Grétu og eru líkt og í Disneylandi.

Gaudi garðurinn

Við fengum mjög góðan mat alla ferðina. Við fórum á tvo staði sem ég mæli með að kíkja á en einn er í götu við römbluna og staðurinn heitir Schilling. Þar geturu fengið mjög góðan mat og svo er annar staður rétt hjá störndinni sem heitir Makamaka og minnti okkur á Bali. Geggjaðir borgarar þar ásamt fleiru.

Matar, ávexta og nammi markaður við Römbluna

Við kiktum í sædýrasafnið sem er rétt við Römbluna. Gullfallegir fiskar, mörgæsir og önnur dýr sem hægt er að sjá þar. Við tókum svo lest og kiktum á nátturusafnið þar sem hægt er að skoða nær allar dýrategundir, steina og sveppategundir. Þar sáum við einnig nýuppgvötaða risaeðslu (Spinosaurus) og sögu jarðarinnar. En við erum mjög hrifin af öllu svona og erum alltaf að horfa á þætti með David Attenborough.

Ströndin í Barcelona
MakaMaka. Mælum með þessum veitingarstað við stöndina í Barcelona

Barcelona er skemmtileg borg og gaman hvað það er mikið hægt að gera. Þú hefur val um að fara að versla eða kíkja á stöndina. Slappa af við höfnina eða fá þér tapasrétti á óteljandi veitingarstöðum. Menninginn er æðisleg og eru markaðir út um allt þar sem seldur er matur, ávextir og nammi eða fatnaður og skart og fleirra.

Það að ferðast gefur mér heilan helling og mér finnst svo dýrmætt að hafa þann möguleika að sjá hvernig annað fólk lifir, kynnast sögu þeirra og sjá fegurðina annarsstaðar á jörðinni.
Munum að gleyma okkur ekki í búðum og skoðum okkur um.

Næsta ferðalag hjá mér verður Amsterdam og Brussel þar sem við vinirnir munum heita ferðinni á tónlistahátiðina ROCK WERCHTER.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa