Rétt rúmlega tvítug flutti ég að heiman og byrjaði að búa með kærastanum mínum. Reglulega spurði mamma mig um það leiti sem afmæli mitt eða jólin nálguðust hvort ég væri byrjuð að safna matarstelli fyrir heimilið. Ég hélt nú ekki enda hafði ég ekkert hugsað út í að safna matarstelli og fannst IKEA diskarnir mínir alveg fínir.

Í dag er er sagan önnur. Núna þrái ég ekkert annað en að eignast fallegt matarstell frá Royal Copenhagen. Matarstellin frá þeim eru klassík og hafa verið til lengi. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf vitað um matarstellin þeirra. Enda er það engin furða þar sem fyrirtækið er eitt elsta fyrirtæki heims og nær starfsemi þess til ársins 1775. Í dag nýtur merkið enn þá vinsældar og er einn þekktasti postulínsframleiðandi í heimi. Fyrirtækið framleiðir gæðavöru inn á heimilið og er postulínið þeirra handgert alveg frá grunni og svo er það handmálað.

Til eru margar gerðir af Royal Copenhagen en eitt þekktasta matarstellið er að sjálfsögðu Musselmalet stellið sem hefur verið í framleiðslu síðan árið 1775.

Royal Copenhagen Musselmalet
Royal Copenhagen Musselmalet

Árið 2000 kom bláa Mega línan frá Royal Copenhagen á markað og er unnið út frá stækkun á Musselmalet stellinu, sem þeir framleiddu 225 árum áður. Árið 2006 kom svarta Mega línan á markað.

Royal Copenhagen Mega og Musselmalet haft saman
Royal Copenhagen Mega
Royal Copenhagen Mega
Royal Copenhagen Mega
Royal Copenhagen Mega

Árið 2014 kom fyrirtækið með svart matt matarstell til sögunnar og kallast það Black Fluted og er það alveg heillitað svart í gegn, svo engar hvítar rispur sjáist. Stellið er gróft viðkomu og hafa ber í huga að stellið rispast auðveldlega þar sem postulínið er matt og tekur framleiðandi það fram. Fyrir ykkur sem þola ekki rispur að þá er þetta ekki stellið handa ykkur!

Royal Copenhagen Black Fluted
Royal Copenhagen Black Fluted
Royal Copenhagen Black Fluted

Það sem er skemmtilegt við Royal Copenhagen er hvað stellin eru falleg og línurnar ólíkar.  Mér finnst koma mjög vel út að blanda línunum þeirra saman.

Royal Copenhagen Musselmulet og Black Fluted haft saman
Royal Copenhagen Mega og Black Fluted haft saman

Næst þegar mamma spyr mig þá veit ég svarið og það er Royal Copenhagen! Ég elska Black Fluet línuna og Mega í svörtu saman.

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.