Færslan er unnin í samstarfi við dkdesignshop

Nú er Indía Nótt orðin eins árs og farin að standa upp við allt og labba meðfram hlutum. Hún er ekki farin að labba sjálf en það er stutt í það og því mjög mikilvægt að eiga góða skó sem eru mjúkir og með góðu gripi undir sólanum.

Ég var í miklu basli fyrir jól að finna skó sem pössuðu við kjólinn hennar og voru flottir og þægilegir. Ég var búin að fara í allar helstu barnaverslanir og fann ekkert í hennar stærð sem gekk upp.

Fyrir tilviljun rakst ég á síðuna dkdesignshop sem er íslensk netverslun með allskyns barnadót. Ég fann þar fullkomna jólaskó í hennar stærð og fékk þá senda daginn eftir!Ég var svo hrifin af skónum þar sem þeir voru ótrúlega léttir, sólinn með góðu gripi og sveigjanlegur að ég varð að fá annað par hjá þeim sem væri aðeins meira hversdags heldur en gulllitaðir glimmer skór.

Ég valdi týpu sem heitir Laura og eru inniskór úr rússkinni (einnig hægt að fá leður) með alveg eins sóla og jólaskórnir. Skórnir eru æði og hún búin að nota þá á hverjum degi síðan hún fékk þá. Hún er með frekar háa rist en þar sem efnið í skónum gefur smá eftir og útaf teygjunni á hliðunum er ekkert mál að koma henni í þá.

Ég mun pottþétt koma til með að kaupa annað par þegar Indía byrjar á leikskóla þar sem þeir eru svo mjúkir og góðir og hún mun geta klætt sig í þá sjálf eftir nokkra mánuði.

Ég mæli líka með að skoða vöruúrvalið hjá þeim inni á vefnum þeirra dkdesignshop.
Þau selja æðislegar ullarsokkarbuxur sem eru ofarlega á óskalistanum, krúttlega lampa, þroskaleikföng ásamt fullt af allskyns vörum fyrir lítil kríli.

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.