Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf 

Gleðileg jól kæru lesendur. Vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar.

Eins og ég hef komið með áður fram að þá er ég kertasjúk á haustin og á veturna. Kerti lýsa upp skammdegið og það er svo kósý að hafa kveikt á nokkrum kertum á kvöldin. Þegar rökkva tekur að þá hleyp ég um alla íbúð og kveiki á kertum. En auðvitað er gott að hafa varann á og passa upp á alla eldhættu þegar kveikt er á þeim og fylgjast með þeim.

Ég hef kveikt á kertum allan ársins hring en þó ekki mikið yfir sumartímann. En ég elska ilmkerti og hef kveikt á þeim allan ársins hring. Ilmkerti lífga upp á heimilið. Það er hægt að fá svo góðar sumarlyktir og líka vetrarlyktir. Fyrir jól eignaðist ég tvö dásamleg ilmkerti frá Meraki og ég er svo ánægð með þau!

meriaki

Ilmkerti geta stundum verið of yfirþyrmandi en þessi kerti ilma vel og er ilmurinn fremur upplífgandi og ferskur. Kertin brenna jafnt og vel og hefur heimilið mitt ilmað dásamlega um jólin. Kertin eru framleidd úr sojabaunum og innihalda aðeins 4% af ilmefni. Sem gerir það að verkum að minna af sótinni sjálfri fellur á veggina og húsgögn en af venjulegum kertum. Sem er góður kostur!

meriaki2

meriaki3

Kertin eru ein og sér svo falleg. Þau eru einföld í útliti og minimalísk. Enda eru þau vel þekkt á Skandinavískum heimilum. Kertin fást í Rökkurrós sjá nánar HÉR og koma í fallegri dós sem er ein og sér eins og skraut! Ég ætla allavega ekki að henda mínum.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hlakka til að taka á móti nýju ári með stútfullt efni fyrir ykkur. Hafið það sem best yfir hátíðirnar!

gudbjorg

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja og á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.