Ég er nýkomin heim úr helgarferð sem ég fór til LONDON með kærastanum mínum. Við pöntuðum ferðina í lok nóvember svo ég hafði stuttan tíma til að hlakka til og undirbúa ferðina, sem var bara meiriháttar. Það er nefnilega svo gaman að fara út og vera ekki búin að gera sér væntingar um hvernig ferðin á að vera og hvað skal gera.

Það eina sem ég vildi var að slappa af, borða góðan mat, versla og eyða góðri helgi með kærastanum. Mest af öllu langaði mig þó að njóta, sem ég gerði.

Ferðin heppnaðist mjög vel og einkenndust þessir fjórir dagar af miklum hlátri, góðum mat, drekka góða kokteila, versla og kynnast borginni.

img_0028

Við höfðum hvorugt komið áður til London svo við vorum spennt að sjá hana og kynnast henni. Borgin tók vel á móti okkur þar sem hún var skreytt frá toppi til táar. Ljósadýrðin á kvöldin var engu líkt og keyrði upp jólastemninguna.

img_0031

img_0032

img_0034

img_0035

Hótelið okkar var við Oxford svo við nutum þess að rölta götuna og um svæðið þar í kring. Við eigum bara inni næst að skoða allt hitt sem London býður upp á.

img_0037

img_0045

Fyrsta kvöldið hittum við Rakel vinkonu mína sem er búsett í London. Við fórum á veitingastaðinn Flat Iron sem var mjög góður. Þar er bara ein steik í boði og maður valdi hvernig maður vildi hafa hana steikta sem var einfalt og þægilegt. Kokteilarnir voru ódýrir og ekkert verið að flækja hlutina.

img_0044

Annað kvöldið fórum við á Gaucho sem er argentískt steikhús í miðborginni! Ótrúlega gott, mæli svo mikið með þessum stað.

img_0036

Þriðja kvöldið okkar fórum við á veitingastaðinn Benihana. Þegar kærastinn minn bjó í Bandaríkjunum að þá fór ég einu sinni með honum á Benihana og við vorum svo ánægð með staðinn. Þegar við sáum að Benihana væri í London að þá vorum við ekki lengi að panta borð eitt kvöldið. Það er líka svo mikil upplifun að sjá kokkana elda fyrir framan mann, þeir eru með svo góða sýningu og hrikalega skemmtilegir.

img_0039

Toppurinn á ferðinni var veitingastaður & bar sem heitir Sketch. Staðurinn er sérstakur með það að gera að hann er samsettur úr nokkrum börum og veitingastöðum. Um leið og rölt er um staðinn skiptist umhverfið algjörlega. Þar er líka eitt flottasta salerni veraldar sem ég hef séð. Mæli með þessum stað fyrir alla sem eru að fara til London hvort sem það er að fara að borða eða fá sér nokkra kokteila. Það er of mikil upplifun að það er ekki hægt að sleppa því. Verst að ég tók fáar myndir af staðnum sjálfum en HÉR getið þið skoðað fleiri myndir.

img_0040

img_0041

img_0042

Það eru aðeins nokkrir dagar til jóla og ég er komin í bilaðslega mikið jólaskap. Það er eitt sem vantar og það er snjórinn. Hann kemur, ég er viss um það. Ég ætla alveg klárlega aftur sem fyrst til London því borgin er góð verslunarborg enda verslaði ég þó nokkuð. Er mest ánægðust með kápuna sem ég fann í Zara. Hún er fullkomin var búin að leita að góðri kamel litaðri kápu sem væri einföld og kvenleg í sniðinu! Ég fann hana loksins þar. Eins keypti ég Dr Martens skó og hef ekki farið úr þeim. Ég á eftir að nota þá mikið veit ég.

Góða helgi og njótið aðventunnar.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.