Yndislega vinkona mín hún Svava er að fara eignast litla stelpu í október ameríska hefðin að halda babyshower er komin til landsins til þess að fagna þessum frábæra tíma. Þeir sem vita ekki hvað babyshower er eða virkar þá er þetta yfirleitt óvæntur hittingur sem vinkonur plana saman. Þó eru ekki allir sem vilja fá óvæntan glaðning og stundum erfitt að plana það þannig þá er ekkert verra að plana þetta með þeirri sem á von á sér og eiga skemmtilegan dag/kvöld saman.

baby

Það var sem sagt babyshower fyrir hana Svövu í síðustu viku og þar sem það voru margar stelpur að fara mæta var deilt niður á tvær til fjórar saman hverjir kæmu með hvað; kökur, nammi, drykki og annað. Einnig var ákveðið að hver og einn sæji um sína gjöf en einnig er hægt að safna saman í pútt og kaupa t.d bílstól eða setja pening inná gjafarkort sem mamman getur svo eytt í hluti sem vantar fyrir nýja fjölskyldumeðlimin.

baby4

Sniðugt er að kaupa t.d glös, diska, borðskraut og annað sem hægt er að nota oftar en einu sinni því yfirleitt er þetta tími þar sem mikið er um barneignir í vinahópnum og algjör óþarfi er að kaupa alltaf nýja hluti.

baby5

Þetta var virkilega flott og skemmtilegt. Það var boðið upp á fordrykk sem var bleikur á litinn og passaði þemanu því vel. Það var einnig boðið upp á nammi, heitan rétt, köku, osta og ávexti.

Fordrykkina fann frænka hennar Svövu á netinu, en þetta er ótrúlega svalandi og skemmtilegur drykkur.
1/2 l vatn
1 dl sítrónusafi
1/2 l trönuberjasafi
1-2 msk. agave síróp
1/4 l rauður kristall plús

Ég kom með ávextabakka, en hér eru leiðbeiningar að honum:
Hálf melóna, mangó, ananas og bláber. Allt skorið í bita nema bláberin.
Síðan bræddi ég suðursúkkulaði og hvítt súkkulaði til þess að setja yfir og svo smá kókos.
Fannst þurfa einhverja litrika pinna en ég fann þá í Söstrene Grene.

baby2

Það eru til óteljandi hugmyndir með hvað er hægt að gera fyrir babyshower bæði varðandi mat, gjafir og leiki. Hægt er að hafa t.d box þar sem hver og einn setur miða til barnsins og móður. Það geta verið ráð, hugmyndir af nöfnum eða falleg orð.

Ég fann nokkrar skemmtilegar hugmyndir :

0c7282a770e5d9408633d7a2d79c76a6 2d75b39ff720919bd517f0d955e8c595 72cfbaf7294adec7fcf1385bbdd8647a 442c80ebbd23723fa3d1b74a7c064764 790f4aa5035e6d1b8d75e41bb82e3de3 a8444e3fdd482e5595bd815b0a935c8e babay7 c75e4a8c1566277176cb101bcc75569d

Ég mæli svo með að skoða fleirri hugmyndir á Pinterest. Maður finnur allt þar <3

katrín sif

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa