Eins og ég nefndi í færslunni minni um tekk húsgögn um daginn fékk ég gamlann og illa farinn tekk skenk frá tengdamömmu minni ásamt tekk kommóðu sem var orðin frekar ljót og gerði bæði upp.

Ég var mjög stressuð um að klúðra þessu, sérstalega þar sem bæði skenkurinn og kommóðan eru spónlögð eins og flest gömul tekk húsgögn og því ekki hægt að pússa þau mikið upp.

Þegar ég byrjaði að „googla“ hvernig væri best að gera þetta komu upp allskyns umræður á bland og fólk var mjög ósammála hvað mætti og hvað mætti ekki gera og sögðu sumir að aðferðir annarra myndu skemma húsgagnið. Einnig skoðaði ég þau fáu myndbönd á youtube sem ég fann og þar var fólk yfirleitt að nota efni sem fást ekki endilega á Íslandi.

Ég endaði með að leita ráða á snilldar grúbbu á facebook sem heitir Skreytum Hús og ákvað að treysta þeirra aðferð.

FERLIÐ

Ég ætla að telja upp í skrefum hvernig ég gerði þetta ásamt því að sýna myndir af öllu ferlinu.

  1. Kaupa grænsápu (heitir einnig stundum blautsápa) í næstu matvöruverslun og blanda einum tappa af henni út í fulla skúringarfötu.
  2. Kaupa stálull í Byko nr. 00, bleyta hana með sápuvatninu og pússa allt húsgagnið með henni.
    Með þessu ertu að taka allan skít og lakk af. Það kemur mjög mikil brún drulla þannig ég mæli með að vera með nokkur handklæði sem mega skemmast til að þurrka drulluna af jafnóðum og vera með plast undir til að vernda gólfið.
  3. Láta húsgagnið þorna alveg yfir nótt.
  4. Kaupa tekk olíu og tusku. Ég keypti mína olíu í Byko.
    Bera lítið magn í einu með tuskunni á allt húsgagnið, láta þorna í 15 mín. og þurrka alla umfram olíu af með þurri tusku. Annars verður húsgagnið klístrað.
  5. Eftir fyrstu umferðina þarf húsgagnið að fá að þorna alveg áður en þú berð aðra umferð af Tekk olíunni ef þess þarf þannig ég bar umferð númer 2 daginn eftir og þurrkaði svo aftur yfir með þurri tusku eftir 15 mínútur.

Tvær umferðir voru nóg fyrir mig og dugaði einn olíu brúsi á bæði húsgögnin.

Ef þú ert með gegnheilt tekk húsgagn sem er illa farið þá getur maður pússað það með sandpappír nr. 400 og svo nr.600 eftir skref nr.3 en ég mæli ekki með því ef það er spónlagt þar sem hætta er á að maður pússi of langt niður.

Hér eru myndir af öllu ferlinu á bæði skenknum og kommóðunni.

13348889_10209504119542675_366663883_nTekk olían sem ég notaði. Fæst í Byko.

13335248_10209504119062663_122457572_n

Skenkurinn fyrir. Eins og sjá má var platan ofaná orðin mjög sjúskuð.

13330365_10209504119182666_1513766582_n

Munurinn á skúffunum eftir að ég var búin að pússa neðri með stálullinni og sápuvatninu.
13330454_10209504119142665_425028691_n

Lokaútkoman á skenknum eftir að ég bar á hann tvær umferðir.

Kommóðan
13330470_10209504119262668_1672254692_n

Kommóðan fyrir. Það voru málingaslettur framan á henni.

13349200_10209504119302669_1272679663_n

Platan ofan á var orðin mjög ljót.

13330516_10209504119102664_1803160239_n

Ég notaði fyllingarefni úr Byko til að krota í skemmdirnar svo þær sæust minna. Ég átti bara til hnotu liti en það er ábyggilega hægt að fá fyrir tekk líka.
13330543_10209504119782681_715818329_nLitirnir líta svona út.

13318788_10209504119382671_53348690_n

Kommóðan tilbúin.

Mér fannst hún svo lítil og krúttleg að ég setti hana inn í herbergið hjá stelpunni minni.

Vonandi hjálpar þessi færsla einhverjum í sömu vandræðum og ég var í :)

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Deila
Fyrri greinHárrútínan mín
Næsta greinIÐUNN BOX