Á svona dimmum janúar morgnum jafnast ekkert við að fá sér góðan kaffibolla heima. Þar sem ég var að fjárfesta í nýrri kaffivél fyrir heimilið að þá var ég að skoða hugmyndir af því að gera kaffihornið meira kósý. Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég fann á Pinterest.

a0401bab8bc6bcbded4d7486d383df6e
Mynd af Pinterest
893788a8910ca7bf47418628ff26f7c2
Mynd af Pinterest

Kaffibar – Til að skapa smá kaffibars stemningu heima við er sniðugt að hafa kaffivélina á sérborði og hafa svo kaffibollana og áhöldin þar með. Ég elska svarta veggi og enn þá flottara að hafa lituð húsgögn við svarta veggi.

b79344d343cc453e9016445a7d3cbed5
Mynd af Pinterest
369f4957653b920a6d774d43dce04db9
Mynd af Pinterest

Krítartafla – Það er vinsælt að hafa krítartöflu inn í eldhúsi og er þá tilvalið að krota á hana úrvalið af kaffidrykkjum sem eru í boði eða skemmtilegar setningar.

42fc42c0625eb25a0a5bb10c3a2a7942
Mynd af Pinterest

Myndaveggur – Hver elskar ekki að skoða ljósmyndir og hvað þá í eldhúsinu sínu. Þetta finnst mér góð leið til að lífga upp á eldhúsið sitt og hafa það persónulegra fyrir gesti og heimafólk. Það er mjög flott að prenta út myndir af intagram aðganginum sínum og setja á vegginn.

6fb4223eb33a010540d1a58c50c39241
Mynd af Pinterest
68f110e87e658435ab7c3f2cfc8ddd19
Mynd af Pinterest

Pastel litir – Það er svo hlýlegt að hafa pastel liti heima hjá sér. Fyrir kaffihornið væri flott að hafa kaffivélina í pastel lit og kaffibollana og umhverfið í kringum hana.

360f4acf2db71ffdb7da89fd53aebcd8
Mynd af Pinterest
77b4b40f7b4d24eba4f64e461ddda7f2
Mynd af Pinterest
b54102d24ad3e04196e4f58372fdae15
Mynd af Pinterest

Svart & hvítt þema  – svo fyrir þau sem vilja ekki mikið af litum heima hjá sér er alltaf sígilt að hafa svart og hvítt umhverfi í eldhúsinu sínu.

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.