Mig langar að deila með ykkur hrikalega einföldum eftirrétt eða einhverju til að hafa með kaffinu.

Pipar-Marengsdropar með Mars-sósu

  • 200gr sykur
  • 100gr eggjahvítur
  • 2 msk af Dracula Pulver
  • 2 lítil Mars súkkulaðistykki
  • 100ml rjómi

Sykurinn og eggjahvíturnar eru stífþeyttar saman. Svo þarf að bæta við Dracula Pulver (það má vera Hockey Pulver) út í og hræra varlega saman.

Næst þarf að setja marengsinn í sprautupoka og sprauta á bökunarpappír. Ég á ekki til sérstakan sprautupoka svo að ég notaði venjulegan poka sem ég klippti af öðru horninu. Bakið í ofni við 100gráður í 25-30 mín.

Á meðan marengsinn er að bakast þá er gott að nýta tímann og gera Mars-sósuna. Í hana nota ég 2 stk Mars-súkkulaði og sirka 100ml af rjóma (mögulega aðeins minna og er því gott að setja lítið fyrst og bæta svo bara við ef þarf).

Þegar marengsinn er tilbúinn þá slekk ég á ofninum og leyfi honum að kólna aðeins inn í ofninum fyrst. Ég tek hann svo út og sletti Mars-sósunni á eftir smekk.

Voila!

Þetta er rosalegt combó sem ég mæli með fyrir næsta nammidag!

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim