Uppskrift fyrir tvo

 • Tortilla vefjur
 • Sriracha hummus frá Cedar´s
 • Ostasneiðar
 • Ólífuolía
 • ½ gulur laukur
 • 2 hvítlauksgrif
 • ½ bolli af kúrbít
 • ¼ – ½ bolli af sveppum
 • Snefill af engiferi
 • ½ blómkál
 • 2 tsk af garam masala
 • 1 tsk af kóríander
 • 1 tsk af kúmen
 • salt og pipar
Vantar ost og jógúrtsósu á mynd

Skerið sveppina í bita, saxið laukinn og hvítlaukinn. Hitið ólífuolíu á pönnu og látið sveppina og laukana steikjast við miðlungsháan hita og bætið kryddunum við.

Kúrbítur, engifer (saxað) og blómkál og er svo skorið í litla bita, bætt við á pönnuna og öllu grænmetinu leyft að malla í um það bil 5 mín.

Á meðan eru vefjurnar smurðar með hummus og ostasneiðar lagðar yfir. Grænmetisblandan er svo sett á vefjuna fyrir miðju og jógúrtsósu, fersku grænmeti og muldu nachos bætt við.

Lokið vefjunum í hálfmána og hitið báðar hliðar á þurri pönnu þar til osturinn er bráðnaður,  um það bil 2-5 mín.

Berið fram með jógúrtsósu og nachos.

Voilá!

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars