Núna fer að líða að páskum og kannski tími til að njóta með sínum nánustu. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af Toblerone ís sem ég hef gert í nokkur ár. Hef gert ísinn reglulega hérna í Danmörku og eru danirnir jafn vitlausir í hann eins og fjölskyldan mín á Íslandi.

 Uppskrift

Uppskriftin er mjög einföld og fljótleg. Það sem þarf er rjómi, púðursykur, eggjarauður (tilvalið að nýta eggjahvíturnar í maregnsbotn), vanillusykur og Toblerone súkkulaði. Einnig er möguleiki að nota annað súkkulaði í ísinn, jafnvel ber eða ávexti.

500 ml. Rjómi
6 Eggjarauður

1 dl. Púðursykur
1-2 tsk. vanilla
100-150 gr. Toblerone

  • Þeyta rjómann með vanillusykrinum. Stundum nota ég flórsykur ef ég á ekki til vanillusykur. Í flestur tilfellum sleppi ég auka sætu þar sem ég vil ekki hafa ísinn of sætan.
  • Hræra eggjarauðunum og púðursykrinum vel saman og blandað síðan við rjómann. Passa að blanda þessu varlega saman, ég nota alltaf sleif í það en ekki hrærivélina. 
  • Súkkulaðið saxað eða brætt, fer eftir smekk. Ég saxa yfirleitt um það bil 30 gr. af súkkulaðinu til að skreyta ísinn og bræði síðan restina.
  • Setja í box eða form og síðan fryst. Best er að frysta daginn áður en nokkrir klukkustundir duga.

Tilvalinn eftirréttur, súkkulaðikaka og Toblerone Ís

Ísinn er dásamlegur með súkkulaðiköku. Njótið!

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com