Það eiga allir rétt á að fá uppáhalds réttinn sinn á jólunum og hef ég reynt að láta það gerast fyrir þá sem lifa glútenfríu lífi.

Jólin 2016 gaf ég út bókina Glútenfrí Jól sem sló algjörlega í gegn og er farin að seljast eins og heitar lummur aftur í ár. Langar þig í uppskrift að laufabrauði, piparkökum, jólaís, súkkulaðibitakökum, jólasalati, uppstúf og fleira?


Í bókinni er æðislegt aðventudagatal, fullt af girnilegum uppskriftum, uppáhalds jólahefðir, jólamynd til að lita og jólamerkimiðar til að prenta út. Þessi bók er æðisleg.

Mig langar til að deila með ykkur minni uppáhalds uppskrift í bókinni, Jólasnjókúlur !

Smellið á mynd til að stækka til að getað lesið uppskriftina


Glútenfrí Jól er rafræn bók svo þú færð hana senda um leið og þú ert búin að greiða hana og er hægt að versla hana HÉR.

Ég gaf út bókina Glútenfrítt Líf árið 2015 og fæst hún í hinum ýmsu bókabúðum og verslunum t.d Costco og Eymundsson. Bókin er alltaf jafn eiguleg og flott! Ég mæli klárlega með henni í jólapakkann.

 

Vonandi hjálpa ég einhverjum sem les síðuna okkar og einfalda jólin aðeins fyrir ykkur.

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.