Upp á síðkastið hefur chia grautur verið það sem ég tek alltaf með mér í skólann. Kom mér á óvart hvað er einfalt að henda í einn slíkan, hvort sem það er gert kvöldið áður eða morguninn sama dag. Ég hef verið að prófa mig áfram með allskonar útfærslur af honum. Fyrst notaðist ég við Oatly jarðaberjadrykkinn, því næst prófaði ég að nota bara haframjólk og þannig hef ég prófað mig áfram. Það er þó ekki nóg að hafa bara chia fræ og mjólk, en ég set alltaf einhversskonar ávexti – hvort sem þeir eru frosnir eða ferskir og svo granóla til að fá „crunch.“ Læt nokkrar ,,uppskriftir“ fylgja fyrir ykkur sem langar að prófa.

Rhubarb Strawberry Chia Pudding w/ Pistachio & Rose Dukkah (+ Weekend Links)

Jarðaberja Chia Grautur

3 msk chia fræ

1 msk haframjöl

Oatly strawberry & elderflower

Blandið saman chia fræjum og haframjöli, því næst er vökvanum bætt við. Hér þarf að passa að hræra þessu vel saman, það er ekkert verra en að fá klessu af þurrum chia fræjum upp í sig!

En svona einfalt er þetta, svo er hægt að bæta við ferskum ávöxtum eða frosnum. Þegar ég nota frosna ávexti þá set ég þá beint út á grautinn, þeir þiðna frekar fljótt og eru orðnir mjúkir þegar ég borða grautinn í pásunni. Ekki má gleyma granólanu, en mér finnst algjört lykilatriði að það sé smá „crunch“ í þessu öllu saman. Tala nú ekki um ef ég er með fersk bláber og jarðaber – þá erum við að tala saman!

Coconut Almond Cream Chia Pudding with Superfoods and Dark Chocolate

Vanillu Chia Grautur

3 msk chia fræ

1 msk haframjöl

1 bolli haframjólk

1 tsk vanilludropar

This brownie batter chia pudding tastes is like eating a gooey bowl of brownies, but it's completely healthy! Serve it up for your next breakfast.

Súkkulaði Chia Grautur

3 msk chia fræ

1 msk haframjöl

1 bolli súkkulaði haframjólk

 Það er hægt að leika sér endalaust með samsetninguna á þessum grautum, bæði hvað er sett út í þá og hvað er sett ofan á. Hægt er að nota hvernig mjólk sem er, ég nota haframjólk því ég er með mjólkurpróteinóþol og hef komist að því að haframjólkin hentar mér best.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.