Þessi uppskrift af meinhollu ískaffi er of góð til að deila ekki með ykkur kæru lesendur!

Uppskrift

1 bolli kalt kaffi (hellti upp á einn bolla og lét hann kólna)
2 bollar af klökum
1/2 banani (ekki verra ef hann er frosinn)
1 skeið súkkulaðiprótein (má vera hvaða bragð sem er)
1 bolli mjólk (ég notaði Oatly haframjólk)

Öllu skellt í blandara og toppað með smá kókos og súkkulaði Zero Topping frá Bodylab.Zero Topping fæst í Hagkaup og Nettó (geymt hjá íssósunum) og ég mæli líka miiiikið með karamellu.

Njótið vel!

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.