Í vikunni fór ég á Sushi Social með vinkonu minni í smá sushi og drykk. Við fengum okkur nokkrar mismunandi útgáfur af mojito á meðan við sátum og spjölluðum. Það er ekkert sem jafnast á við ferska berja mojito og fór ég að velta því fyrir mér afhvejru ég er ekki duglegri við að gera þá sjálf heima. Mögulega er það veðrið sem spilar þar inn í því þetta verður hefur ekki beint kallað á ferska sumardrykki. Ég held þó í vonina um að næstu dagar verði eitthvað betri og vonandi fáum við að njóta sólarinnar aðeins meira. En hugurinn er komin meira en hálfa leið í sumar frí þó svo að það sé nú ennþá þrjár vikur í það. Læt fylgja nokkrar uppskriftir af frískandi drykkjum sem eru bæði einfaldir og fljótlegir.

MOJITO Image result for mojito photography

 • Lúka af myntu laufum
 • Límóna
 • 1.5 tsk hrásykur
 • Engiferöl
 • Klaki

Skerið límónuna í báta, setjið í glas ásamt myntulaufinu og kremjið saman. Bætið sykri og klaka út í og hrærið öllu saman. Fyllið upp með engiferöli.

Mér finnst best að nota engiferöl og í gegnum árin mín sem barþjón þá fékk ég ófá hrós fyrir þá mojitoa sem ég gerði þar sem ég notaði engiferöl í stað sódavatns/sprite.

Einnig er hægt að gera ótal margar útgáfur af mojito með því að bæta við berjum, ástaraldin og fleiru.

LADY LIKEImage result for Mojito

 • Trönuberjasafi
 • 1 límóna
 • Sprite
 • Klaki

Fyllið stórt glas af klaka og kreystið safan úr einni límónu. Svo fer þetta allt eftir stærðinni á glasinu, hlutföllin hjá mér eru yfirleitt 70 af trönuberjasafa og 30 af spirte/sódavatni.

Þetta er ,,dass“ uppskrift og eins og ég sagði fer hún svolítið eftir stærð glassins. Einnig ef þið eruð ekki mikið fyrir súrt þá mæli ég með að byrja á hálfri límónu og bæta frekar við eftir smekk.

BRÓMBERJA MUSCOW MULE

Blackberry Moscow Mule from @cakenknife

 • ¼ bolli brómber
 • ½ lime
 • 1 tsk sykur
 • 1 engifer bjór

Byrjaðu á því að kremja saman bláber, sykur og safa úr hálfri lime. Hellið maukinu í glas fullt af klakka og fyllið upp með engifer bjór.

ÁVAXTA ÍSTE

 • Berja te
 • Vanillu sýróp
 • 1-2 límónur
 • Klakar

Byrjið á því að hella upp á te (ég nota jarðaberja og kiwi) og látið trekjast í tilsettan tíma. Fyllið könnu af klökum og hellið teinu í könnuna. Því næst kemur að því að bæta límónum og vanillusýrópinu við, hér fer þetta allt eftir smekk hvers og eins. Það er engin ein leið til að segja hvernig er best að bragðbæta teið með límónum og vanillusýrópi og því er um að gera að prófa sig áfram. Þetta fer allt eftir því hvort maður vilji súrara eða sætara íste.

Hafið í huga að þetta er ,,stór“ uppskrift og er hugsuð þannig að hún sé gerð í könnu. Tilvaið að gera stóran skammt og geyma inn í ísskáp til að grípa í við tækifæri.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.