Ég elska bananabrauð og hef bakað þau nokkur, alltaf eftir mismunandi hollustu uppskriftum.
Ég skellti í eitt slíkt í dag en prufaði að búa til mína eigin uppskrift. Mér finnst gott að hafa brauðið sætt og ákvað því að setja nokkrar döðlur með en það má auðvitað sleppa þeim. Þetta er allavega „so far“ besta bananabrauð sem ég hef gert svo ég vildi deila með ykkur uppskriftinni.

UPPSKRIFT

Forhitið ofninn á 180° (undir og yfir hita).

3 stórir þroskaðir bananar (eða 4 litlir)
2 egg
1 tsk salt
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
5 dl. hafrar (settir í blandara eða matvinnsluvél)
15 döðlur
Heslihnetur eftir smekk

Byrjaðu á því að blanda öllum þurrefnunum saman í skál. Settu bananana í blandara (eða stappaðu þá með gafli) og blandaðu saman við þurrefnin ásamt og eggjunum. Klipptu döðlurnar niður í bita, myldu hesilhneturnar gróflega og blandaðu við deigið.
Ég notaði sirka 1/2 lítinn poka af hnetum.
Hellið deginu í sílikon brauðform sem er búið að smyrja með olíu eða form klætt bökunarpappír.
Ég setti nokkrar heslihnetur einnig ofaná til skreytingar.

Bakið brauðið í 35-40 mínútur og njótið!

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.