Hver elskar ekki avocado eða lárperu á réttri íslensku ofan á ristað brauð?

Hér fann ég margar girnilegar uppskriftir sem innihalda avocado ofan á brauð með ólíkum hráefnum. Njótið!

1. Steikt egg og beikon með avocado

Það sem þú þarft: 

– Brauð
– Beikon
– 2 mjúk avocado
– Salt
– Pipar
– Egg
– Kirsuberjatómatar

Aðferð: 

Byrjið á því að smyrja þroskuðu avocado ofan á brauðið. Egg og beikon er steikt og sett ofan á brauðið. Til að gera þetta enn þá betra er gott að bæta við tómötum og kreista smá lime safa yfir. Salt og pipar sett ofan á eftir smekk.
Getið séð uppskriftina HÉR

2. Avocado með hleyptu eggi

Að gera hleypt egg er ekki auðvelt! En æfingin skapar meistarann.

Það sem þú þarft:

2 egg
2 brauðsneiðar
⅓ avacado
2 msk rifinn parmessan ostur
Kirsuberjatómatar
Ferskar kryddjurtir til að setja ofan á (parsley, basil eða timían)
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða egg eins og er sýnt í myndbandinu.
  2. Á meðan eggin eru að sjóða, ristið brauð og smyrjið avocado ofan á brauðið. Þegar eggin eru klár eru þau sett ofan á og svo er gott að finna það sem ykkur þykir gott til að gera þetta enn þá betra. Það er tildæmis mjög gott að setja tómata, rifinn parmesan ost, salt og pipar ásamt ferskum kryddjurtum ofan á.

Getið séð uppskrifitina HÉR

3. Grillað brauð maís og avocado

Hér er ótrúlega einföld og girnileg uppskrift með því að nota avocado og maís saman.

Innihaldsefni

Maís (eftir smekk)

Avocado (eftir smekk)
Olía
Krydd
Salt og pipar
Brauð

Aðferð:

Byrjið á því að grilla maís upp úr ólífuolíu og kryddið að vild. Stappið þroskuð avocado í skál og bætið við lime safa. Grillið brauð og setjið ofan á, gott að bera fram með fersku kóríander. Hér er hægt að setja líka sýrðan rjóma, krydda vel og setja safa úr lime yfir.

Getið séð uppskrift HÉR 

4. Grillað brauð með avocado og jarðarberjum

Já! jarðarber og avocado passa ótrúlega vel saman. Hér er hægt að leika sér með því að blanda saman ólíkum hráefnum.

Það sem þú þarft:

Þroskað avocado
Jarðarber
Balsamik edik
Salt og pipar

Aðferð:

Grillið brauð og smyrjið avocado ofan á. Skerið jarðarber í sneiðar og setjið ofan á. Setjið balsamik edik yfir og kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Þetta er ótrúlega einföld uppskrift sem ég hlakka til að prófa og hægt að leika sér með hráefni ég myndi sem dæmi bera brauðið fram með fetaosti og graníteplu. Held að það passi ótrúlega vel saman!

Getið séð uppskrift HÉR 

Njótið vel!

 

 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.