Þessi kaka er sjúklega góð!

Ég hef bakað ófáar sykurlausar og hveitilausar kökur í gegnum tíðina sem hafa flestar verið mjög góðar, sérstaklega hrákökurnar þar sem maður býst ekki við eitthverju ákveðnu bragði af þeim eins og til dæmis þegar maður gerir súkkulaði köku. Þá býst maður við að hún sé svipuð og „the real deal“ sem verður oft vonbrigði vegna þess að holla útgáfan er ekki nógu sæt eða skrítin áferð á henni.
Ég fann uppskrift á Pinterest af sykurlausum brownies og ætlaði upphaflega að gera bara brownie bita en þegar ég var búin að baka botninn þá fannst mér vanta eitthvað krem.
Ég fann uppskrift af hollu súkkulaðikremi á grgs.is og ákvað að skella því ofaná brownie botninn.
Kökuna bar ég svo fram með rjóma.
Ég lofa að þetta er besta hollustu súkkulaði kaka sem ég hef gert!
Hún minnir á franska súkkulaðiköku og hún sló svo sannarlega í gegn í matarboðinu.

SÚKKULAÐIKAKAN/BOTNINN
2 msk. kakó (helst lífrænt eða unsweetened frá Hersey´s)
3 egg
1/2 bolli möndlumjöl
1/2 bolli kókoshveiti
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
100 g lífrænt súkkulaði
2 tsk. gervisæta (ég notaði erythritol)
1 msk. vanillu extract (ég notaði bara vanillu dropa)
1 bolli olía
1/2 bolli pekan hnetur (myljið aðeins)

Forhitið ofninn á 180 gráðum
Klæðið kökuform með bökunarpappír. Mitt form var um 23×23 cm.
Hrærið saman eggjum, olíu, vanilludropum, sætunni, kakó og lyftidufti.
Bræðið súkkulaðið og blandið saman við.
Bætið möndlumjölinu, kókoshveitinu og hnetunum saman við.
Hellið deiginu í formið og bakið í um 15 mínútur eða þangað til tannstöngull kemur hreinn út ef honum er stungið í miðjuna.
Passið að ofbaka kökuna ekki! Hún á að vera mjög mjúk, hún verður aðeins stífari þegar hún er búin að kólna.

Súkkulaðikrem
1 bolli döðlur
1/4 bolli kókosolía (bræðið)
3/4 bolli vatn
1/4 bolli kakó

Allt sett í Nutribullet/blandara og skellt á kökuna.

Njótið!

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Deila
Fyrri greinFERMINGAR 2017
Næsta grein„TAKK FYRIR.“