Avocado og spínat pasta

Ég elska pasta og er alltaf að leita mér að hollari pastaréttum til að búa til. Hér fann ég ótrúlega einfalt pasta með avocado og spínati.

Það sem þú þarft:

250 gr af pasta
1 hvítlauksgeiri
1 avocado
1 bolli af fersku spínati
1/2 bolli af pekanhnetum
1/4 bolli af basil
1/4 bolli af rifnum parmessan osti
1 msk sítrónusafi
3/4 til 1 bolli af heitu vatni (hægt að nota soðið af pastanu)
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pasta eftir leiðbeiningum á pakka.
  2. Á meðan pastað er að eldast eru öll hráefnin blönduð saman með blandara/matvinnsluvél þangað til þau verða að sósu. Til að þynna sósuna er gott nota 3/4 eða meira af bolla af soðinu.
  3. Setjið pasta í skál, blandið sósunni við og hrærið saman. Sósan er best daginn sem hún er gerð (því við vitum að avacado verður brúnt með tímanum).

Getið séð alla uppskriftina HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.