Avocado ídýfa

Hér er ótrúlega einföld uppskrift af ídýfu með því að nota avocado. Ég hef prófað þessa og hún er ótrúlega góð.

Það sem þú þarft:

1/2 bolli af grískri jógúrt
2 þroskuð avocado
1 hvítlauksgeiri, saxaður
3 msk ferskt kóríander
1 msk skorið jalapenó, taka fræin úr (má sleppa)
2 msk lime safi
1/4 tsk cumin
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Allt sett saman í blandara / matvinnsluvél eða töfrasprota og ídýfan er klár. Gott að bera fram með doritos flögum eða niðurskornu grænmeti og njóta!

Getið séð uppskriftina HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.