Undanfarið er ég alltaf að reyna að finna eitthvað sniðugt, hollara „alternative“ fyrir hluti sem ég borða, til að geta haldið áfram að borða það sem mér þykir gómsætt með góðri samvisku. Yfirleitt snýst þetta um að bæta auknum próteingjöfum við matinn og breyta uppskriftunum þannig.

Eitt af mínum uppáhalds er þetta túnfisksalat. Lygilega einfalt, próteinríkt og gott bæði sem hádegismatur og millimál. Virkilega bragðgott!

Það sem þú þarft:

1 dós túnfiskur í vatni
200 g kotasæla
2 harðsoðin egg
1/2 söxuð paprika
1/2 saxaður rauðlaukur
Herbmarie salt (eða salt og pipar)

Öllu blandað í skál. Mér finnst lang best að borða þetta þannig að ég setji risastóran skammt ofan á hrökkbrauð. Vel hægt að fá sér nokkur þannig í hádegismat ;)

Þangað til næst!

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is