Þessi uppskrift er mögulega hollasta útfærsla á pítsu sem þú getur fundið.
Ástæða þess er sú að botninn er einungis gerður úr hveitikími, vatni og kryddum.
Það getur verið erfitt að fara úr sukkinu sem er búið að fylgja hátíðunum aftur yfir í hollustuna en mér finnst mun auðveldara að halda mér við efnið þegar ég veit að ég er að fara að borða eitthvað sem mér finnst í alvörunni gott.

Það tekur enga stund að gera þessa pítsu og hún er ótrúlega góð!

Hér er mín útfærsla en það er auðvitað hægt að nota minna/meira af hveitikími til að gera minni eða stærri pítsu.
Þessi uppskrift hentar mér einni.

Hitið ofninn á 200 gráðum undir og yfir hita.

60 gr. hveitikím (kælivara)
5 msk. vatn
Krydd (salt, pipar, oregano, pítsukrydd eða það sem er til)

Hrærið þessu saman og búið til bolta. Leggið hann á olíuborinn bökunarpappír og fletjið hann út með því að leggja annan olíuborinn bökunarpappír ofan á og pressið niður með t.d. skurðarbretti. Þannig verður botninn jafn og þunnur þannig hann bakast jafnt.
Setjið botninn inn í ofn í um 15 mín. eða þar til hann er laus við allan raka (mæli samt með að fylgjast með honum svo hann brenni ekki þar sem ofnar eru svo misjafnir).
Takið botninn út og setjið það sem ykkur langar ofan á.
Setjið pítsuna aftur inn í ofn í 8-10 mín eða þar til botninn er byrjaður á brúnast á endunum og osturinn bráðnaður. Mér finnst allavega best að hafa botninn alveg stökkann.

Smá um hveitikím:

Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst.
Hveitikím inniheldur 23 næringarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni.
Vegna þess að hveitikím er svo ríkt af næringarefnum, vítamínum, járni og trefjum er hægt að leggja að jöfnu u.þ.b. 30 g af hveitikími og 250 g af grænmeti sem eru góðar fréttir fyrir þá sem þurfa að auka magn grænmetis í fæðunni og ekki síður fyrir þá sem þurfa að skera niður neyslu á einföldum kolvetnum.

img_4495

img_4497 img_4499

Ég setti pítsusósu, kjúkling, papriku, lauk, chilli, gular baunir og ost og toppaði hana svo með rucola og basil-hvítlauks olíunni frá Happ.
PS: Ef þið eruð ekki búin að smakka þessa salatdressingu þá eru þið að missa af! (fæst í Krónunni og Happ veitingastaðnum)

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.

Deila
Fyrri greinÁRAMÓTAFARÐANIR
Næsta greinDAVINES