mynd1Ég á mjög erfitt með að borða morgunverð um leið og ég vakna og hef ég alltaf verið þannig. Ég hef oft fengið að heyra að morgunverður sé allra mikilvægasta máltið dagsins og líkaminn fari ekki í gang nema borða morgunverð og þá helst mikið af honum.

Það eru skiptar skoðanir á þessu og eftir því sem þú lest fleiri pistla um mataræði og þessa svo kölluðukúra þá breytir maður stöðugt um skoðun. Ég var þannig þangað til nýlega og skal segja ykkur betur hér á eftir hvað breyttist.

Ég er menntuð sem ÍAK einkaþjálfari en mér hefur aldrei fundist auðvelt að ráðleggja öðrum um mataræði. Þegar þeir sem ég ráðlegg þræta svo með rökum um megrunarkúra og bækur finnst mér það sérstaklega erfitt.

Ég ólst upp hjá mömmu minni og var einnig mikið hjá ömmu. Amma er „hardcore“ vestfirðingur og er enn að elda hrogn í hádeginu og sjóða fisk á kvöldin. Ég er því alin upp við nokkuð hollt og gott mataræði nema á tímabilinu þegar ég fékk Magnum ís og kók þegar ég vildi og varð smá feitabolla á tíma. Það er kannski engin afsökun en ég bjó í mjög heitu landi þar sem þetta hreinlega þurfti til að lifa af… eða að minnsta kosti sagði ég ömmu það!

En þá að því sem þessi pistill snýst um.

Hlustaðu á líkamann þinn í stað þess að fara eftir því sem er í tísku þann daginn. 

Í dag er ég búin að læra að það er bara allt í lagi að borða smá á morgnana eins og ég var vön að gera eins og til dæmis einn banana og vatnsglas. Um 10 leytið borða ég svo morgunmatinn minn. Það skiptir ekki máli hvort ég sé að fara í ræktina eða ekki. Þetta er það sem hentar mér og mínum líkama og því fylgi ég því frekar en einhverjum kúr eða því sem er vinsælt.

Kynnist ykkar líkama og því sem hann þarfnast því hann lætur ykkur vita. Lærið að þekkja merkin og þá líður ykkur miklu betur.

Það sem breyttist hjá mér var það að ég fór að hlusta á líkama minn og hvað það var sem hann var að segja mér og tók það fram yfir það sem aðrir eru að skrifa og það sem hentar þeim. Finndu þína leið fyrir þinn líkama.

Hér er til dæmis einn af mínum uppáhalds morgunverðum (sem ég fæ mér klukkan 10):

Laktósafrí grísk jógúrt eða AB mjólk, ávextir, möndlur, kókosmjöl og döðlur. Ég set bara út á jógúrtið eða AB mjólkina það sem ég á til í það skiptið. Njótið og munið að hugsa vel um ykkur <3

15697457_10154881893413415_2718161699184975459_n

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Endilega líkaðu við Glútenfrítt Líf á Facebook !

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.