Þessir hefbundnu lakkrístoppar eru alls ekkert nýjir af nálinni, þeir finnast á flestum heimilum um jólin og eru uppáhalds smákökur margra. Ég veit því ekki hvort ég eigi að þora að viðurkenna það en ég hef aldrei verið aðdáendi númer eitt af þeim þrátt fyrir að fátt komi mér meiri í jólaskap heldur en að skella í lakkrístoppa, hlusta á jólalög og sötra malt og appelsín í leiðinni. Þess vegna ákvað ég í ár að reyna breyta smá til. Þar sem það hefur verið algjört pipar æði þegar kemur að sælgæti síðastliðið ár ákvað ég að skipta út lakkrískurlinu fyrir piparfylltar lakkrísreimar. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera hógvær en þessir lakkrístoppar eru þeir bestu sem ég hef smakkað, enda kláruðust þeir á núll einni takk fyrir. Uppskriftin er líka ofur einföld og tekur stuttan tíma að baka.

15216026_10154801464068675_36853238_o

Innihaldið:
3 eggjahvítur
200 gr púðursykur
150 gr rjómasúkkulaði
2 pokar piparfylltar lakkrísreimar

Aðferð:
Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið púðursykrinum hægt og rólega við. Saxið rjómasúkkulaðið og lakkrísreimarnar niður og því er svo bætt varlega við stífþeyttu eggjahvíturnar með sleif. Sett á ofnplötu með teskeið og topparnir bakaðir í 15-20 mín í miðjum ofni á 150°c með blástri

15205677_10154801463363675_2029839978_o15231559_10154801463893675_1675519394_o

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!