Waldorf salat, eða eplasalat er líklega eitt vinsælasta meðlætið í dag með fínum mat. Það er ferskt, örlítið sætt og hart undir tönn í senn sem gerir það að góðum félaga með öllum hátíðarréttum.

Mig langaði að deila meö ykkur minni uppskrift af salatinu, en í því notast ég bæði við þeyttan og sýrðan rjóma. Þá finnst mèr það ekki alveg eins þungt.

Uppskrift

Eitt rautt epli
Eitt grænt epli
2 stönglar sellerí
1 bolli rauð, steinalaus vínber
1/2 bolli saxaðar valhnetur
1/4 l þeyttur rjómi
2 msk sýrður rjómi

Epli skræluð og brytjuð niður – vínber skorin til helminga og valhnetur saxaðar gróft. Sellerí skorið fínt niður.
Öllu blandað saman!

Njótið vel með dýrindis hátíðarrétti, kartöflum að smekk og góðri sósu.

gunnhildur

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is