Hér er mín hollari útgáfa af hinu vinsæla döðlugotti.

Hún inniheldur engan sykur og er ótrúlega góð!

img_3964

Uppskrift:

110gr. smjör (má skipta helming út fyrir kókosolíu)

250gr. döðlur

2 msk. Sukrin gold/agave/hunang

80gr. kornflex (ég nota lífrænt glútenfrítt frá nettó)

200gr. lífrænt dökkt súkkulaði

Aðferð:

Brytjið döðlurnar smátt og setið í pott ásamt smjörinu og sukrin gold (eða annarri sætu).

Bræðið saman á vægum hita þangað til þetta lítur út eins og karamella.

Takið pottinn af hitanum og hrærið kornflexinu saman við.

Þjappið í eldfast mót með bökunarpappír í botninum og setjið í frystinn meðan þið bræðið súkkulaðið.

Hellið súkkulaðinu yfir og setjið inn í ísskáp í nokkrar mínútur áður en þið skerið í bita.

Geymist í frysti og njótið :)

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.