Þessi færsla er ekki kostuð

Ég elska sushi, og er veitingastaðurinn Sushi Social í miklu uppáhaldi. Ég og kærastinn minn fórum þangað á fyrsta stefnumótið í mars 2016 og höfum við elskað þennan stað síðan. Við förum þangað reglulega og fáum alltaf mjög góða þjónustu, sem er stór ástæða þess að við komum alltaf aftur. En maturinn er auðvitað ekkert síðri.

Um daginn fórum við og smökkuðum sushi bátinn, sem er nýjung hjá þeim á miðvikudögum. En sushi báturinn kostar 7.990 kr og inniheldur 36 bita sem er frábært fyrir 2-3 að deila. Við vorum tvö og náðum að klára þetta á þrjóskunni, því þetta eru mjög matarmiklir bitar. Við vorum vægast sagt södd eftir þessa dýrindis máltíð.

Mér finnst þetta algjör snilld til að brjóta upp hversdagsleikann á frekar ódýran máta. Ég mæli eindregið með því að sushi unnendur kynni sér málið betur.

Súrdeigsbrauðið og basil aioli sem boðið er upp á í forrétt
Kokteilarnir á Social eru í miklu uppáhaldi, til vinstri er Wiskey Sour og til hægri er Jarðaberja og hindberja mojito.
Sushi báturinn sem inniheldur 7 mismunandi tegundir

Takk fyrir að lesa x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.